Thursday, May 03, 2007

Bourgogne.

Hvað er þetta? Er þetta rödd guðs sem ég heyri hvísla upp í nefið á mér? Nei. Þetta er lyktin af Pinot Noir Bourgogne (íslenskað búrgúndí). Við stöndum á tímamótum. Við erum kynslóðin sem fáum að upplifa búrgúndi eins og hann getur orðið bestur.

Jarðvegur, raki og hitastig eru framherjar vínframleiðslunnar. Carbon díoxíð hefur aukist um 30% í andrúmslofti jarðarinnar á undanfarinni öld vegna áburðarefna í jarðvegi. Lyktin af víninu ber keim af baneitruðum áburði. Hitastig eykst í sífellu á jörðinni. Tíu þúsund frakkar létust í hitabylgjunni sem gekk yfir Frakkland árið 2003. Við sjáum fram á heimsendi. Og við sjáum fram á bestu búrgúndí uppskerur sem nokkur víndrekkandi kynslóð hefur fram til þessa lagt inn fyrir varir sínar.
Það gefst ekki tími til að syrgja. Fallnir félagar og rústir bygginga framtíðarinnar bræða bragðlaukana. Eitraðar gastegundir og megn reyklykt úr byssuhlaupum verða til þess að þú gleymir stað og stund. Þú stendur einn frammi fyrir óvininum í algleymi. Þú veist af skammbyssunni í byssubeltinu en þú færð þig ekki til að sleppa flöskunni. Horfir í augu óvinarins meðan hann hleður byssuna. Hann er ein taugahrúga. Þú ert sallarólegur þegar þú áttar þig á því að þú átt eitt skot eftir í hylkinu. Þú dregur djúpt að þér andann. Klárar síðasta dropann. Það er kominn tími til að dansa.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Sæll Ingi - Varðandi Le Moine og Grivot - sendu tölvupóst á vinogmatur@vinogmatur.is með magni og kennitölu og við munum koma pöntuninni af stað í kerfinu hjá ÁTVR og við látum þig svo vita. Hér sérðu allan listann en eitthvað er uppselt http://vinogmatur.wordpress.com/2007/05/05/fyrstu-vinin-fra-burgund/

1:07 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég skil þetta engan veginn.... um hvað snýst málið eru allir orðnir ruglaðir...

10:15 AM  

Post a Comment

<< Home

Blog tracker