Saturday, April 21, 2007

Vegna mikils mannfjölda og skorts á sætaplássi settist eldri maður þétt upp að mér á leiðinni heim úr Bónus. Í stuttu en óþægilegu ferðalagi sagði maðurinn mér frá áhyggjum sínum af landanum. Hann tjáði mér að honum litist illa á þá blöndun sem væri að eiga sér stað, við allra þjóða kvikyndi. Ég þóttist vera sammála til þess að reyna að lágmarka alla möguleika á skoðanaskiptum eða rökræðum. Ég kinkaði kolli reglulega, leit með reglulegu millibili í augu mannsins og brosti gervilega þegar maðurinn virtist vera að segja frá einhverju sem honum þótti sjálfum sniðugt. Þegar ég kom heim áttaði ég mig á því að hann var að tala um landa í sama skilningi og ég legg í orðið.

3 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég skil ekki, hvað ertu að tala um........

9:46 AM  
Anonymous Anonymous said...

Þetta var ákaflega skrítin saga.

"Vegna mikils mannfjölda og skorts á sætaplássi settist eldri maður þétt upp að mér á leiðinni heim úr Bónus."

Ég sé það ekki fyrir mér að þú leggist svo látt sem virtur bankamaður að taka strætó, svo þessi byrjun er óskiljanleg.


Listamaðurinn út.

5:22 AM  
Anonymous Anonymous said...

Hetjan okkar hefur undanfarið stundað það grimmt að bjóða eldri mönnum sem bíða í strætóskýlum far heim. Þetta kallast spennufíkn og er nátengd eldri mönnum.

5:11 PM  

Post a Comment

<< Home

Blog tracker