Monday, October 09, 2006

"Þetta ætti að lækka í þeim rostann" hugsaði skipstjórinn á Agnari Braga SE. Hann vissi að allt þorpið stæði við bryggjuna og biði eftir mestu löndun sem nokkurn tíman hefði komið að bryggju þessu guðs volaða skítapleis. hann hélt hægri höndinni utanum stýrið á meðan hann fékk sér einn sopa með hinni. "helvítið hann kafteinn Stefán á SPS Nóatúni á ekki séns frekar en vanalega." Stefán hafði verið nálægt því að koma með jafnmikinn afla að bryggju í síðustu tveim túrum. Innst inni var skipstjórinn lafandi hræddur við að í þetta skiptið myndi hann skáka sér. Ef kafteinn Stefán kæmi með stærri afla væri skipstjórinn búinn að missa stöðu sína í samfélaginu. Hann hafði alltaf verið fyrstur að landi. Og alltaf með meiri afla en hinir. Skipstjórinn lagði frá sér flöskuna. "mmm það er ekkert betra en viskí í bombu, djöfull hressist maður HAHAHA."
20 tonn af loðnu vögguðu skipinu hægt og rólega af annarri hliðinni á hina. Aldrei hafði skipstjórinn setið með þvílíkann afla undir sér. Agnar Bragi SE hallaðist rólega að N.A.S.A bryggjunni. Afturhlutinn fór á undan. Stúlkan í afgreiðslunni stoppaði hann, "það kostar 1800kr inn." Skipstjórinn rétti fram gullkortið með þungu augnaráði langdrukkins skíthæls. "Helvítis gyðingar" muldraði hann og gekk þungum skrefum í átt að barnum, barði kreptum hnefa í barborðið "fá einn STÓRANN."
Í sömu andrá áttaði skipstjórinn sig á aðstæðunum. Stefán á SPS Nóatúni var búinn að landa aflanum við fagnaðarlæti þorpsbúa. Skipstjórinn leit í átt að bryggjunni, teygði hendinni í vasann í átt að fjarstýringunni og án þess að hugsa sig um ýtti hann á LOSA ALLAN AFLA takkann.


5 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ERTU Á EINHVERJU?!?!
haha góð saga samnt !

6:47 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég væri til í að fá mér aðeins neðan í því..... Bara svona rétt aðeins... Hvað er langt í helgina...???

8:31 AM  
Anonymous Anonymous said...

Ég væri til í að fá mér aðeins neðan í því..... Bara svona rétt aðeins... Hvað er langt í helgina...???

8:32 AM  
Anonymous Anonymous said...

you are a few sandwiches shorter than a picnic !!!

12:25 PM  
Blogger Halldor said...

þetta var hressilegur lestur, einhverja hluta vegna gat ég ekki annað en ímyndað mér þórshöfn sem bakgrunn að þessari sögu.
Skítapleis.

8:49 AM  

Post a Comment

<< Home

Blog tracker