Wednesday, July 26, 2006

eftirfarandi bréf fékk rolf johansen & company frá mér eftir að hafa svindlað illa á mér (þeir eru með heineken umboðið á íslandi).

Daginn

Ég er ekki sáttur..

Í mínu mesta sakleysi tek ég þátt í heineken leiknum ykkar á netinu og þar er svindlað á mér hvað eftir annað. Ég vinn hvern vinninginn á fætur öðrum og þeir eru umsvifalaust hafðir af mér eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Fyrst vinn ég 3 heineken merki. Sem samkvæmt leiknum þýðir að ég á að fá heineken sólgleraugu í verðlaun. Ég gerði þau skelfilegu mistök að taka ekki screenshot af skjánum hjá mér í það skiptið. Enda trúði ég því ekki uppá svo virðulegt fyrirtæki sem RJC er að það fari að svíkja frá mér sólgleraugu sem ég hef með heiðarlegum hætti unnið mér inn með þáttöku í þessum leik.
Því næst vinn ég mér inn tvo spilapeninga sem eiga að gera mér kleyft að spila tvo leiki í viðbót. EN HVAÐ? Ég fæ bara EINN spilapening. Ég verð skiljanlega verulega vonsvikinn. En tek screenshot í þetta skiptið. Það er hægt að skoða í meðfylgjandi viðhengi. Næsta sem ég veit er að ég lendi aftur í því að það er hafður af mér spilapeningur, og aftur, og AFTUR.
Sem betur fer hafði ég vit á því að taka screenshot af þessum svindlum, því til sönnunar að nú á ég með réttu inni hjá ykkur 4 SPILAPENINGA og HEINEKEN SÓLGLERAUGU.

Ég vænti þess að þið séuð heiðarlegt fólk sem starfið hjá RJC og að þetta hafi verið mistök hjá forritara og þið munið hafa samband hið fyrsta til að greiða skuld ykkar við mig.

með sárri kveðju
ingi rafn sigurðsson

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

ég er að fara í heimsókn í Heineken verksmiðjuna og höfuðstöðvarnar í Hollandi í september... vona að ég verði ekki jafn illa svikinn og þú með Herra Rolf... ég held að þetta sýni fram á skítlegt eðli Herra Rolfs... maður grínast eigi með bjórinn !!!

1:37 AM  
Blogger ingi rafn said...

satt er það. menn skulu ekki grínast þegar bjór er annarsvegar.

3:17 AM  

Post a Comment

<< Home

Blog tracker