Thursday, September 28, 2006


vegna síðustu færslu vil ég taka fram að myndin er sviðsett. ég hef fengið að heyra svívirðingar á götum úti af fólki sem ég kannast ekki við. fengið haturspósta frá góðum vinum og verið hótað svipaðri meðferð frá fólki af öllum aldri.


nóg um það

ég vil þakka umboðsmönnum rolf johansen á íslandi fyrir að hafa sent mér langþráð sólgleraugu í pósti. þau eru reyndar frekar ljót, en sigur í baráttunnu við svikamyllur og galdrabrögð stórfyrirtækja gegn sameinuðum öreigum og almennIngi þessa lands. til að sína auðmýkt og umhyggju fyrir tapaðri krónu hollenskra stóreignamanna mun ég bæta þeim það margfalt með því að drekka heineken bjór um helgina.

ég sá tvo menn æla á dansgólfið á sirkus um síðustu helgi. það stoppaði þá ekki í dansinum. það stoppaði reyndar ekki neinn frá dansinum. menn dönsuðu æluna burt. það stoppaði mig ekki heldur.

friður


3 Comments:

Blogger Hjördís said...

The power of one

éG er stolt af þér Ingi

7:40 AM  
Blogger Hjördís said...

Jonni: enginn er verri þó hann vökni

7:42 AM  
Anonymous Anonymous said...

eftir að hafa farið til Mekku í "The Heineken Experience" í Amsterdam þá kemur ekkert annað en til greina en heineken á mínu heimili... þrátt fyrir að íslensku endursöluaðilarnir sé krimmar :)

3:11 PM  

Post a Comment

<< Home

Blog tracker