Saturday, December 01, 2007

Klár?

En það sem hún meinti með þessari einföldu spurningu sinni var: Hvernig í nafni heilags Kládíusar ætlar þú að fara að því að vera klár fyrir svarta föstudaginn þegar þú lítur út fyrir að hafa smitast af svarta dauða?

Álfadrottningin hallaði sér að mér og klappaði mér á kinnina með ljúfu vorkunnarbrosi. Heyrðiru ekki söguna af því sem gerðist í morgun? Þú hljópst niður að Stóru Höllinni. Inní tóman stóra salinn og færð þér sæti við gullborðið. Lítur í kringum þig til að fullvissa þig um að það sé enginn að fylgjast með þér. Dregur upp Chavalierinn þinn og byrjar að þrífa hann. Blóðið á honum er storknað. Það er fólk byrjað að týnast inn í Höllina. Einn af öldungunum sest við hlið þér. Þú laumast til að þurka eitt einmana tár framan úr þér. Hann grípur í hönd þína til að fá þig til að hætta að þrífa sverðið. Róaðu þig vinur, þó þú verðir alla ævi að þrífa þetta sverð þá mun ávalt vera blóð á því. En ekki láta það koma í veg fyrir að þú þrífir sjálfan þig. Leyfðu mér að segja þér söguna af fólkinu sem hætti ekki að þrífa sig. Það eyddi öllum sínum tíma í að þrífa og gleymdi að sinna hundinum sínum. Dýralæknirinn sagði að það væri ekkert sem benti til þess að hundurinn væri með sýkingu. Fyrst hélt hann að þetta væri sýking sem safnaðist í gallið og þar sem hann drykki 16 lítra af vatni á dag væri gallið of þunnt til þess að það væri hægt að meta það almennilega. Ég benti honum á að ég ætti tvo hunda. Hann sagði að það flækti málið enn frekar og sagði mér sögu af fólki sem hætti að nota þvottaefni. Í staðinn fyrir þvottaefni fóru þau að nota tvær málmkúlur sem mágur minn sagði að virkuðu miklu betur en alvöru þvottaefni. Gerði vatnið almennilega blautt ef þú skilur hvað ég meina. Svipuð virkni og hjá venjulegu þvottaefni nema betra fyrir náttúruna. Ég sagði pabba mínum frá þessu og honum leist ekki á blikuna og sagði mér sögu af fólki sem hætti að þrífa sig. Voru hippar og bændur. Ekki góð blanda. Það var alltaf vond lykt af þeim.

1 Comments:

Blogger Örvar said...

kva...djöf...kva..djö

2:16 PM  

Post a Comment

<< Home

Blog tracker