Thursday, May 03, 2007

Bourgogne.

Hvað er þetta? Er þetta rödd guðs sem ég heyri hvísla upp í nefið á mér? Nei. Þetta er lyktin af Pinot Noir Bourgogne (íslenskað búrgúndí). Við stöndum á tímamótum. Við erum kynslóðin sem fáum að upplifa búrgúndi eins og hann getur orðið bestur.

Jarðvegur, raki og hitastig eru framherjar vínframleiðslunnar. Carbon díoxíð hefur aukist um 30% í andrúmslofti jarðarinnar á undanfarinni öld vegna áburðarefna í jarðvegi. Lyktin af víninu ber keim af baneitruðum áburði. Hitastig eykst í sífellu á jörðinni. Tíu þúsund frakkar létust í hitabylgjunni sem gekk yfir Frakkland árið 2003. Við sjáum fram á heimsendi. Og við sjáum fram á bestu búrgúndí uppskerur sem nokkur víndrekkandi kynslóð hefur fram til þessa lagt inn fyrir varir sínar.
Það gefst ekki tími til að syrgja. Fallnir félagar og rústir bygginga framtíðarinnar bræða bragðlaukana. Eitraðar gastegundir og megn reyklykt úr byssuhlaupum verða til þess að þú gleymir stað og stund. Þú stendur einn frammi fyrir óvininum í algleymi. Þú veist af skammbyssunni í byssubeltinu en þú færð þig ekki til að sleppa flöskunni. Horfir í augu óvinarins meðan hann hleður byssuna. Hann er ein taugahrúga. Þú ert sallarólegur þegar þú áttar þig á því að þú átt eitt skot eftir í hylkinu. Þú dregur djúpt að þér andann. Klárar síðasta dropann. Það er kominn tími til að dansa.

Tuesday, May 01, 2007

Talandi um vín. Tölum aðeins um Premier Cru.

Þú þekki það best af öllum vínum, ef við erum að tala um ódýr vín. Það er súrt með viðbjóðslegri lykt og eftirbragði sem gerir þér fullkomnlega ómöglegt að halda pókerfési. Smakkast á vissan hátt eins og skúnkur, án þess þó að það sé sagt í slæmri meiningu. Nei meira eins og kaffi. Eiginlega er lyktin eins og vönduð og örfín snilldarblanda af skúnk, kaffi og handakrika. Svolítið flókið vín, háþróuð bragðsamsetningin er nánast móðgandi og langt eftirbragðið minnir þig á mold og hafragraut. Þungt smjörbragðið leikur við tunguna löngu eftir að þú kyngir, svona soldið súrt eins og maður gæti ímyndað sér að fiskur smakkist ef maður hefði aldrei smakkað fisk. Mjög gott með mat.




Blog tracker