Sunday, April 29, 2007

gat nú verið..

Vegna ... í staðinn endurpósta ég hluta úr ársgamalli færslu um hvernig þú ferð að því að átta þig á því að þú ert að drekka chardonnay..

..
chardonnay er svolítið ávaxtakennt. svolítið eins og tenniskennarinn sem var að eyðileggja hjónabandið þitt. hann virtist vera svo skaðlaus. hann las oskar wilde. svo einn daginn kemur þú heim til þín og það er tennisspaði á rúmstokknum. þú grípur haglabyssuna-bara til að hræða þau aðeins-en skýtur óvart einu skoti og, guð minn góður - er allt í lagi með þig þetta er slæmt þetta er slæmt þetta á ekki eftir að líta vel út í dagblöðunum á morgun. róa sig. fáðu þér chardonnay. chardonnay mýkir allt. þessi þáttur sem þér finnst svo skemmtilegur er að byrja í sjónvarpinu.

ingi út

Saturday, April 28, 2007

Nú styttist í verkalýðsdaginn og kosningar. Það er því afbragðsgóður tími til að stappa stálinu í fólk með tveim tilvitnunum í Maó Tse-Tung.

"Sérhver kommúnisti verður að skilja sannleik þessara orða: Pólitískt vald kemur úr byssuhlaupi".

"Vér erum boðberar þeirrar stefnu að útrýma styrjöldum og vér óskum ekki eftir stríði. En stríði verður aðeins útrýmt með stríði og til þess að losna við byssuna, hljótum vér að grípa til byssunnar".


Hvað varð um almennileg kosningaslagorð?

Saturday, April 21, 2007

Vegna mikils mannfjölda og skorts á sætaplássi settist eldri maður þétt upp að mér á leiðinni heim úr Bónus. Í stuttu en óþægilegu ferðalagi sagði maðurinn mér frá áhyggjum sínum af landanum. Hann tjáði mér að honum litist illa á þá blöndun sem væri að eiga sér stað, við allra þjóða kvikyndi. Ég þóttist vera sammála til þess að reyna að lágmarka alla möguleika á skoðanaskiptum eða rökræðum. Ég kinkaði kolli reglulega, leit með reglulegu millibili í augu mannsins og brosti gervilega þegar maðurinn virtist vera að segja frá einhverju sem honum þótti sjálfum sniðugt. Þegar ég kom heim áttaði ég mig á því að hann var að tala um landa í sama skilningi og ég legg í orðið.

Sunday, April 08, 2007

Þú, kæri lesandi, átt hugsanlega erfitt með að trúa því. En raunin er sú að hafragrautur og hnetusmjör er mjög góð blanda.
Blog tracker