eg er i edenburg. thessvegna mun eg ekki eyda tima minum i ad blogga.
Sunday, October 22, 2006
Monday, October 09, 2006
"Þetta ætti að lækka í þeim rostann" hugsaði skipstjórinn á Agnari Braga SE. Hann vissi að allt þorpið stæði við bryggjuna og biði eftir mestu löndun sem nokkurn tíman hefði komið að bryggju þessu guðs volaða skítapleis. hann hélt hægri höndinni utanum stýrið á meðan hann fékk sér einn sopa með hinni. "helvítið hann kafteinn Stefán á SPS Nóatúni á ekki séns frekar en vanalega." Stefán hafði verið nálægt því að koma með jafnmikinn afla að bryggju í síðustu tveim túrum. Innst inni var skipstjórinn lafandi hræddur við að í þetta skiptið myndi hann skáka sér. Ef kafteinn Stefán kæmi með stærri afla væri skipstjórinn búinn að missa stöðu sína í samfélaginu. Hann hafði alltaf verið fyrstur að landi. Og alltaf með meiri afla en hinir. Skipstjórinn lagði frá sér flöskuna. "mmm það er ekkert betra en viskí í bombu, djöfull hressist maður HAHAHA."
20 tonn af loðnu vögguðu skipinu hægt og rólega af annarri hliðinni á hina. Aldrei hafði skipstjórinn setið með þvílíkann afla undir sér. Agnar Bragi SE hallaðist rólega að N.A.S.A bryggjunni. Afturhlutinn fór á undan. Stúlkan í afgreiðslunni stoppaði hann, "það kostar 1800kr inn." Skipstjórinn rétti fram gullkortið með þungu augnaráði langdrukkins skíthæls. "Helvítis gyðingar" muldraði hann og gekk þungum skrefum í átt að barnum, barði kreptum hnefa í barborðið "fá einn STÓRANN."
Í sömu andrá áttaði skipstjórinn sig á aðstæðunum. Stefán á SPS Nóatúni var búinn að landa aflanum við fagnaðarlæti þorpsbúa. Skipstjórinn leit í átt að bryggjunni, teygði hendinni í vasann í átt að fjarstýringunni og án þess að hugsa sig um ýtti hann á LOSA ALLAN AFLA takkann.
20 tonn af loðnu vögguðu skipinu hægt og rólega af annarri hliðinni á hina. Aldrei hafði skipstjórinn setið með þvílíkann afla undir sér. Agnar Bragi SE hallaðist rólega að N.A.S.A bryggjunni. Afturhlutinn fór á undan. Stúlkan í afgreiðslunni stoppaði hann, "það kostar 1800kr inn." Skipstjórinn rétti fram gullkortið með þungu augnaráði langdrukkins skíthæls. "Helvítis gyðingar" muldraði hann og gekk þungum skrefum í átt að barnum, barði kreptum hnefa í barborðið "fá einn STÓRANN."
Í sömu andrá áttaði skipstjórinn sig á aðstæðunum. Stefán á SPS Nóatúni var búinn að landa aflanum við fagnaðarlæti þorpsbúa. Skipstjórinn leit í átt að bryggjunni, teygði hendinni í vasann í átt að fjarstýringunni og án þess að hugsa sig um ýtti hann á LOSA ALLAN AFLA takkann.
Sunday, October 01, 2006
"neineinei þetta er ekkert helvítis kaffihús. við afgreiðum ekki kaffi. pantaðu eða farðu, ég hef ekki allan dag." sagði litli barþjónninn á efri hæðinni á Barnum. hann leit útundan sér á samstarfsmann sinn í augnablik. kíkti rétt aðeins á brjóstaskoruna á henni. hún höfðinu hærri, falleg stúlka á þrítugsaldri, leit með vott af fyrirlitningu á hann til baka. ég lagði vinstri höndina á öxl sabba, horfði í augun á honum og sá sorgina glampa úr þeim. hann hafði nýlega sagt skilið við enn eitt ár af lífi sínu. það fór ekki á milli mála að það tók á hann. "nei þeir selja semsagt ekki kaffi hér" sagði ég og lét fylgja vinalegt bros með. "hvað segiru um að ég kaupi handa þér eitt viskíglas? helduru að það sé ekki kominn tími til að fá sér aðeins neðan í því?" hinn sorgmæddi félagi minn stundi ekki upp orði, en ég sá að hann var að reyna. hann hreyfði munninn með trega og gaf til kynna að hann þæði boð mitt. ég hafði tekið námskeið í varalestri nokkrum mánuðum fyrr vegna heyrnarlausrar stelpu sem ég hélt að ég elskaði. hún sagðist elska mig líka, en að hún gæti aldrei verið með manni sem skilur ekki hvernig er að lifa hennar lífi. ég skildi hvað sabbi var að reyna að segja þó orðin heyrðust ekki. "uss, ekki tala. njótum bara stundarinnar. hugsum ekki um framtíðina núna." ég er ekki viss, en ég held að ég hafi séð vott af gleði í tárinu sem rann einmana niður eftir vanga hans. litli barþjónninn var kominn með tvö glös á barborðið. ég spurði hann hvort hann ætti eitthvað sérstakt handa félaga mínum. hvað væri besta viskíið. "við erum bara með eina tegund." sagði hann í þjósti og leit snöggt útundan sér í leit að sterkri nærveru samstarfsmanns síns. hann fyllti glasið, tæmdi flöskuna. náði í gin og fyllti restina af hinu glasinu með því að blanda gini við viskíið. "ertu eitthvað klikkaður" sagði þórður við hinn endann á barborðinu. barþjónninn horfði pirraður á þórð og jonna. "hvern fjandann kemur ykkur við hvað ég set í glasið þeirra." hann sótti nýtt glas og opnaði nýja flösku af viskí. jonni teigði hendinni laumulega yfir barborðið í blandaða glasið þegar barþjónninn sá ekki til. hann drakk blandaða drykkinn í einum teig. honum svelgdist eitthvað á og gubbaði á litla barþjóninn. "HVAÐ ERTU AÐ GERA MAÐUR?" öskraði barþjónninn og löðrungaði jonna. þórði varð svo um við þetta allt saman að hann brast í grát. "sabbi. við skulum setjast hérna" sagði ég og strauk sorglegum félaga mínum vinalega eftir mjóhryggnum.