Sunday, July 30, 2006

RE: Heineken leikur


Sæll Ingi Rafn.

Það er smá misskilningur í gangi varðandi vinningana. Þú þarft að fá nákvæmlega eins og stendur í vinngaskránni þ.e. merkin þurfa alltaf að vera vinstra megin í röð ekki t.d. 3 merki einhvers staðar á línunni. Ég vona að þetta skýri hlutina en ef þú ert enn ósáttur þá er í sjálfi sér ekkert mál að láta þig hafa sólgleraugu. Vertu þá bara í bandi við mig.

Kær kveðja

Wednesday, July 26, 2006

eftirfarandi bréf fékk rolf johansen & company frá mér eftir að hafa svindlað illa á mér (þeir eru með heineken umboðið á íslandi).

Daginn

Ég er ekki sáttur..

Í mínu mesta sakleysi tek ég þátt í heineken leiknum ykkar á netinu og þar er svindlað á mér hvað eftir annað. Ég vinn hvern vinninginn á fætur öðrum og þeir eru umsvifalaust hafðir af mér eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Fyrst vinn ég 3 heineken merki. Sem samkvæmt leiknum þýðir að ég á að fá heineken sólgleraugu í verðlaun. Ég gerði þau skelfilegu mistök að taka ekki screenshot af skjánum hjá mér í það skiptið. Enda trúði ég því ekki uppá svo virðulegt fyrirtæki sem RJC er að það fari að svíkja frá mér sólgleraugu sem ég hef með heiðarlegum hætti unnið mér inn með þáttöku í þessum leik.
Því næst vinn ég mér inn tvo spilapeninga sem eiga að gera mér kleyft að spila tvo leiki í viðbót. EN HVAÐ? Ég fæ bara EINN spilapening. Ég verð skiljanlega verulega vonsvikinn. En tek screenshot í þetta skiptið. Það er hægt að skoða í meðfylgjandi viðhengi. Næsta sem ég veit er að ég lendi aftur í því að það er hafður af mér spilapeningur, og aftur, og AFTUR.
Sem betur fer hafði ég vit á því að taka screenshot af þessum svindlum, því til sönnunar að nú á ég með réttu inni hjá ykkur 4 SPILAPENINGA og HEINEKEN SÓLGLERAUGU.

Ég vænti þess að þið séuð heiðarlegt fólk sem starfið hjá RJC og að þetta hafi verið mistök hjá forritara og þið munið hafa samband hið fyrsta til að greiða skuld ykkar við mig.

með sárri kveðju
ingi rafn sigurðsson

Sunday, July 23, 2006

hér með er ég orðinn að sportista.

á föstudaginn fór ég í strandblak og á laugardaginn hjólaði ég til hveragerðis. næstum fjögra klukkutíma rúntur á stelpuhjóli systur minnar. það var geðveikt.
áður en ég lagði af stað var ég virkilega efins um hvort ég ætti að vera að leggja í þetta rugl. þannig að ég steitti hnefanum upp í loftið og öskraði á guð. "á ég að hjóla til hveragerðis? eða á ég að sleppa því?"
mér til mikillar undrunar svaraði hann að bragði.

G: JÚ STRÁKUR SKELLTU ÞÉR Á HNAKKINN OG HJÓLAÐUR TIL HVERAGERÐIS.

I: "ha! meinaru það? á ég að fara?"

G: AF HVERJU EKKI? HEFURU EITTHVAÐ BETRA AÐ GERA?

I: neee. það er kennski rétt.. já en gætiru kannski sent mér einhver tákn þannig að ég geti verið viss um að þú sért ekki bara eitthvað að rugla í mér, skiluru. eins og til dæmis einhverja péninga eða svoleiðis. þú veist. til að ég viti að ég sé ekki bara eitthvað að ímynda mér. skiluru?

G: HMMMM.. TJAH EEEEMMMM JÆJA OK. ÉG SKAL SENDA Á ÞIG EITTHVAÐ SMOTTERÍ.

I: hei vá. ok takk sjáumst.

stuttu seinna fékk ég bréf frá sýslumanninum í borgarnesi sem í stendur að ég eigi inni hjá honum 2979 krónur. mér er gefið upp netfang og sími hjá einhverjum gjaldkera. og ég er vinsamlega beðinn um að ómaka mig við að láta þau vita inná hvaða reikning eigi að leggja gersemarnar.

I: ha! hvað meinaru guð? er þetta allt og sumt. tæpur þrjúþúsundkall!!! á ég að fara að hjóla allaleið til hveragerðis fyrir minna en þrjúþúsund? ertu að grínast?

..og guð svaraði (mér að óvörum (þó ekki alveg óvænt (enda stutt síðan maður spjallaði síðast við kallinn (en auðvitað gerir maður ekki ráð fyrir að guð svari (alla vegna ekki í hvert skipti sem maður segir eitthvað við hann))))).

G: HEYRÐU GÓÐI! ERU MENN EITTHVAÐ ORÐNIR MERKILEGIR NÚNA EÐA? MÍNIR PÉNINGS EKKI NÓGU GÓÐIR FYRIR ÞIG MERKIKERTIÐ ÞITT!!!

I: nei ok. hei bara rólegur sko. ég meina, þú hlýtur að geta séð af aðeins meiru?

G: VIÐ SJÁUM TIL MEÐ ÞAÐ VÆNI.

nú jæja. maður er nú maður orða sinna og hingað til hefur ekki þótt vænlegt að svíkja peninga úr guð. þá er hætt við heldur harkalegum hefndum. svo ég drullaði mér yfir hellisheiðina á stelpuhjóli.

...

þegar ég kom heim frá hveragerði komst ég að því að ég vann 100þúsundkall í lottó.

Wednesday, July 05, 2006

spurning um að fara að pakka niður fyrir næstu utanlandsferð?

Blog tracker